Jötnar - Björninn 7 - 3

Birgir Örn Sveinsson markamaskína.  Ljósmynd Elvar Pálsson
Birgir Örn Sveinsson markamaskína. Ljósmynd Elvar Pálsson

Jötnar tóku Bjarnarmenn í bakaríið í Skautahöllinni í kvöld og lögðu þá að velli með 7 mörkum gegn 3.   Bjarnarmenn eru aðeins svipur hjá sjón ef miðað er við liðið frá því í fyrra sem fór alla leið í 5. leik í úrslitum.  Leikurinn var þó jafnari en tölurnar gefa til kynna en pökkurinn féll ekki Bjarnarmegin en þeir áttu fleiri skot á markið en Jötnar.  Sæmundur Leifsson var góður í markinu og ólánið elti gestina, allt hjálpaðist að.


Loturnar í kvöld fóru 2 – 1, 3 – 1 og 2 – 1, og Jötnar aldrei í teljandi vandræðum með gestina.  Jötnar stilltu upp 20 manna liði í kvöld og allri fengu ístíma.  Birgir Örn Sveinsson skorað sitt annað mark á ferlinum og ætlar greinilega að koma sterkur inn á endasprettinum.  Annar nýliði, Birgir Þorsteinsson, ungur og efnilegur 16 ára leikmaður skoraði 3. mark leiksins og sitt fyrsta mark í meistaraflokki eftir sendingar frá Jóa Leifs og Pétri Sigurðssyni.

 

Jötnar eru nú með 16 stig í 3.sæti en Björninn situr á botninum með 11 stig.

Dómari leiksins var Ólafur Ragnar og þrátt fyrir nokkurn mótbyr í leiknum stóð hann sig með ágætum.   Hann gaf tvo stóra dóma, báða á Bjarnarmenn eftir þeir létu skömmum rigna yfir dómarann.  Það virðist vera einhver stirðleiki á milli leikmanna Bjarnarins og Ólafs, ekki ósvipað og er að eiga sér stað á milli Josh og Andra Magnússonar.  Menn geta alltaf verið ósáttir við dómgæslu og um að gera að gagnrýna hana, líkt og aðra þætti íþróttarinnar, en það er lykilatriði að halda sig á málefnalegu nótunum og fara ekki á límingunum, líkt og við sjáum allt of oft um þessar mundir. 

Reynir Sigurðsson var á leiknum og hélt úti beinni texta lýsingu og hana má sjá hér að neðan.

nú eru eftir 5 min af 1. leikhluta og staðan 2 - 1.       Leikurinn er jafn og hraður og hvort lið hefur fengið 1 refsingu, 3 min eftir.      1 min eftir.       leikhlutanum er lokið.

Búnar 4 min af 2. lotu og Jötnar voru að klára refsingu og sluppu með skrekkinn.     Birgir Þorsteins skorar fyrir Jötna  3 - 1 og þetta er hans fyrta mark í meistaraflokki.    14,50 eftir.     Jötnar missa mann í box og björninn líka.  spila 4 á 4.  39 sek aftir af refsingunum.   Jötnar skora um leið og refs. líkur 4- 1   10,45 eftir.      björninn fær interf.   björninn með fullsk. lið.    7,24 eftir       5,47  eftir af 2. lotu.        jötnar fá hooking  4,03 eftir.      björninn skorar   4 - 2.     jötnar skora  5 - 2  2,36 eftir.        59sek eftir og óli dómari er með fund yfir einhverju pexi.     jötnar fá tvær fyrir 6 á ís held ég.      lotan er búin.

14,54 eftri af 3. lotu og liðin spila 4 á 4.     um leið og ref. runnu út fékk björninn hooking en bjarnamaður mótmælti dómara ítrkað og fékk sturtu,  spila 5 á 4,  13,20 eftir.   jötnar skoruðu 6 - 2.    jötnar skora aftur 7 - 2      11,13 eftir.    jötnar ´fá 2 fyrir trip,  8,55 eftir.  jötnar á 2 fyrir trip.   splað 3 á 5 .   björninn skorar 7 - 3.  spilað 4 á 5 í 1min.    bjarnarmaður fékk háa kylfu en mislíkaði dómurinn og útskýrði það fyrir dómaranum með allskonar f... orðum og fékk sturtu.   annar bjarnarmaður fer útaf í 4 min.  spilað 4 á 4.    6,50 eftir.      jötnar með fullsk. lið.        5 min eftir.       björninn með fullsk.  lið.      2,54 eftir.       1,25  eftir.     jötnar fá 2 fyrir charging.     anar jötunn fer útaf fyrir hooking.   spilað 3 á 5.   björninn fer útaf fyrir hné.  spila 3 á 4.     leiknum lokið  7 - 3.