Jólaþrauta-skemmtun

Iðkendur og foreldrar 3. til 7. flokks, munið á morgun þriðjudag kl.17.00 mæting með hjálma, hanska, kylfu og skauta.

Nú kemur að jólafríi og viljum við byrja jólafríið á skemmtun fyrir krakkana. Síðustu æfingar voru sunnudaginn 18. desember samkvæmt æfingatöflu. Þriðjudaginn 20. desember verða svo litlu jólin fyrir 7.6.5.4 og 3. flokk frá kl. 17:00 -19:00. Farið verður í alls konar leiki og þrautir og verða verðlaun í boði.

Viljum við hvetja foreldra að koma og fylgjast með. Eftir 20. desember fara þessir flokkar í jólafrí og mæta svo allir krakkarnir hressir eftir jólin á æfingu fimmtudaginn 5. janúar 2006.

Kveðja Hokkístjórnin