Jólasýning listhlaupadeildar sunnudaginn 22. desember kl. 17.00

Listhlaupadeild Skautafélags Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 22. des nk. kl: 17, þar koma allir okkar iðkendur saman með töfrandi sýningu þar sem þema sýningarinnar í ár er The night before christmas. Láttu ekki þessa frábæru sýningu fram hjá þér fara, sjón er sögu ríkari.
Í lok sýningarinnar munum við veita viðurkenningu til Skautakonu ársins.

Einnig verður foreldrafélagið með kaffi og með því til sölu í hléi.

Verð fyrir fullorðnar er 1.500kr og börn 6 - 12 ára 1.000kr

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.