Íþróttafyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni

Pálmar Ragnarsson er stórskemmtilegur fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti sem hann hefur flutt víðs vegar um landið.
Fimmtudaginn 26. september mun Pálmar halda þrjá ólíka fyrirlestra í boði ÍBA, ÍSÍ, Akureyrarbæjar og Háskólanum á Akureyri.

Kl. 16:30 FYRIR ÍÞRÓTTAIÐKENDUR Á ÖLLUM ALDRI.
Hér fjallar Pálmar á skemmtilegan hátt um samskipti í íþróttum, hvernig við getum verið góðir liðsfélagar, leiðtogar og náð því besta úr öllum í liðinu.

Kl. 17:30 FYRIR FORELDRA BARNA OG UNGLINGA Í ÍÞRÓTTUM.
Hér fjallar Pálmar á skemmtilegan hátt hvernig við getum orðið fyrirmyndar íþróttaforeldrar og náð því besta út úr börnunum okkar, þjálfurum, dómurum og öðrum.

Kl. 18:30 FYRIR ALLA ÍÞRÓTTAÞJÁLFARA OG ÞÁ SEM HAFA ÁHUGA Á ÞJÁLFUN.
Hér fjallar Pálmar á skemmtilegan hátt um jákvæða nálgun í samskiptum við iðkendur og hvernig hægt sé að reyna að ná því besta úr öllum iðkendum óháð getu.

Pálmar er með BS gráðu í sálfræði og hefur náð afburða árangri í þjálfun yngri flokka sem körfuknattleiksþjálfari auk þess að hafa tekið þátt í verkefni ÍSÍ og UMFÍ: Sýnum karakter sem snýr að þjálfun andlegu hliðarinnar í íþróttum.

ÓKEYPIS AÐGANGUR Í BOÐI: ÍBA, ÍSÍ, AKUREYRARBÆJAR OG HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI.