Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir sigraði á Grand prix Bratislava 2017

Ísold Fönn
Ísold Fönn

Hún Ísold okkar Fönn Vilhjálmsdóttir gerði sér lítið fyrir og landaði sigri í keppnisflokknum Advanced Novice á Grand Prix mótinu í Braislava um helgina. Hún fékk 93,39 stig samtals úr báðum prógrömmum. Hún var ein 33 keppenda frá 10 löndum. Þess má geta að Ísold er fyrst Íslendinga til að sigra á ISU móti í listhlaupi á skautum.

Innilega til hamingju Ísold Fönn.