Íslandsmótið: Úrslit fyrstu umferðar

Garpar, Mammútar og Víkingar unnu leiki fyrstu umferðar.

Fyrsta umferð Íslandsmótsins 2011 var leikin í kvöld. Alls eru sjö lið skráð til leiks en Skytturnar sátu yfir í fyrstu umferðinni. Fyrir leikina var dregið um töfluröð og er hægt að sjá leiki allra liða út allt mótið í excel-skjalinu (sjá slóð neðst í fréttinni).

Úrslit leikja:
Víkingar - Fífurnar  8-1
Riddarar - Garpar  4-7
Fálkar - Mammútar  1-11

Önnur umferð verður leikin miðvikudagskvöldið 2. febrúar:
Braut 2: Garpar - Fálkar
Braut 3 eða 4: Skytturnar - Víkingar
Braut 5: Fífurnar - Riddarar

Ísumsjón: Fálkar, Víkingar og Riddarar.

Þau lið sem talin eru á eftir í leikjadagskránni eru beðin um að sjá um svellið hverju sinni. Nánar um þetta í excel-skjalinu.