Íslandsmótið í krullu: Þrjú lið ósigruð

Ís-lendingar, Fálkar, Ísherjar og Víkingar unnu leiki annarrar umferðar.

Önnur umferð Íslandsmótsins í krullu fór fram í Skautahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Allt bendir til þess að keppni á mótinu verði jöfn og spennandi. Víkingar og Ís-lendingar eru ósigraðir og hafa tvo vinninga, en Fálkar eru einnig ósigraðir, hafa þó aðeins leikið einn leik. 

Úrslit 2. umferðar:
Ís-lendingar - Mammútar  12-5
Fálkar - Fífurnar  7-3
Svartagengið - Ísherjar  4-7
Víkingar - Skytturnar  11-2

Víkingar og Ís-lendingar hafa nú tvo vinninga, Fálkar, Fífurnar, Ísherjar og Mammútar einn, en Skytturnar, Rennusteinarnir og Svartagengið eru án sigurs.

Þriðja umferð fer fram mánudagskvöldið 6. febrúar, en þá eigast við:
Braut 2: Ísherjar - Fálkar
Braut 3: Skytturnar - Svartagengið
Braut 4: Mammútar - Víkingar
Braut 5: Rennusteinarnir - Ís-lendingar

Ísumsjón: Fálkar, Svartagengið, Víkingar, Ís-lendingar 

Öll úrslit og leikjadagskrá er að finna í excel-skjali hér