Íslandsmótið í krullu: Mammútar efstir

Mammútar eru á toppnum. Mynd: Halli
Mammútar eru á toppnum. Mynd: Halli

Mammútar tylltu sér á toppinn í Íslandsmótinu með sigri í sjöttu umferðinni á meðan Víkingar sátu yfir. Þrjár umferðir eftir og stefnir í harða keppni um sæti í úrslitum.

Mammútar hafa nú unnið fimm leiki af sex, eiga aðeins tvo leiki eftir, en sitja hjá í síðustu umferðinni. Fálkar og Víkingar fylgja þeim fast eftir, hafa báðir unnið fjóra leiki. Þessi þrjú lið hafa öll tapað aðeins einum leik.

Úrslit sjöttu umferðar:
Svartagengið - Ís-lendingar  3-7
Ísherjar - Skytturnar  6-5
Fífurnar - Mammútar  2-10
Fálkar - Rennusteinarnir  8-1 

Staðan að loknum sex umferðum (sigrar/töp)

1. Mammútar  5/1
2. Fálkar  4/1
   Víkingar  4/1
4. Fífurnar  3/2
   Ís-lendingar  3/2
6. Ísherjar  2/3
   Rennusteinarnir  2/3
8. Skytturnar  0/5
   Svartagengið  0/5 

Sjöunda umferð fer fram mánudagskvöldið 5. mars:
Braut 2: Rennusteinarnir - Fífurnar
Braut 3: Víkingar - Svartagengið
Braut 4: Ís-lendingar - Fálkar
Braut 5: Mammútar - Ísherjar
Ísumsjón: Fífurnar, Svartagengið, Fálkar, Ísherjar 

Öll úrslit og leikjadagskrá.