Íslandsmótið i krullu: Aldrei jafnara

Tvö efstu liðin töpuðu en þrjú þau neðstu unnu leiki sína í níundu umferð deildarkeppninnar í kvöld. Aðeins munar tveimur vinningum á efsta og neðsta liði. Fimm umferðum ólokið.

Níunda umferð deildarkeppninnar fór fram í kvöld. Mammútar töpuðu leik sínum gegn Svarta genginu og Riddarar töpuðu gegn Fífunum, en fyrir níundu umferðina voru Mammútar efstir og Riddarar í öðru sæti. Þrátt fyrir tapið halda Mammútar efsta sætinu, hafa sex vinninga. Tvö lið koma á hæla þeirra með fimm vinninga, Skytturnar, sem unnu öruggan sigur á Víkingum í kvöld, og Riddarar, sem töpuðu gegn Fífunum. Hin fimm liðin hafa fjóra vinninga en þrjú þau neðstu unnu leiki sína í kvöld, Svarta gengið, Fífurnar og Garpar, sem sigruðu Üllevål örugglega.

Það fer að verða eins og klisja en er þó satt, að mótið er nú jafnara en nokkru sinni. Nú er níu umferðum lokið og eiga öll liðin eftir að spila fimm leiki. Aðeins munar tveimur vinningum á efsta og neðsta liði.

Úrslit 9. umferðar:

 Mammútar (38) - Svarta gengið (90) 
  3-5 
 Üllevål (185,4) - Garpar (0)
  2-9
 Víkingar (185,4) - Skytturnar (185,4)
 3-10
 Riddarar (185,4) - Fífurnar (110)
  3-6

Öll úrslit, leikjadagskrá og tölfræði má finna í excel-skjali hér.

Tíunda umferðin fer fram miðvikudagskvöldið 3. mars:

Braut 1: Fífurnar - Víkingar
Braut 2: Svarta gengið - Riddarar
Braut 3: Garpar - Mammútar
Braut 4: Skytturnar - Üllevål

Ísumsjón: Fífurnar, Víkingar, Svarta gengið og Riddarar.