Íslandsmótið í krullu 2021

Íslandsmótið hefst 15 mars. Fyrirkomulag fer eftir fjölda liða sem tilkynna þátttöku. Leikir sem leiknir voru á síðasta ári þegar við reyndum að halda Íslandsmót telja ekki. Leikdagar verða á mánudögum kl. 20:00. í Skautahöllinni á Akureyri.
Tilkynningar um þátttöku sendist á hallval@outlook.com fyrir kl. 20 sunnudaginn 14. mars.