Íslandsmótið í krullu 2019

Íslandsmeistarar 2019
Íslandsmeistarar 2019

Lokaumferð Íslandsmótsins fór fram á mánudagskvöldið. Ice Hunt var þegar búið að tryggja sér sigurinn á mótinu en baráttan stóð um þriðja sætið á milli Riddara og Víkinga þar sem Garpar voru búnir að tryggja sér annað sætið á mótinu.. Leikar fóru þannig að Riddarar sigruðu Ice Hunt örugglega 7 - 2 og tryggðu sér þriðja sætið og Garpar sigruðu Víkinga 6 - 4. 
Lokastaðan á Íslandsmótinu 
Íslandsmeistarar Ice Hunt
2. Garpar
3. Riddarar
4. Víkingar

Liðsmenn Ice Hunt eru  Davíð Valsson Jóhann Björgvinsson Kristján Þorkelsson Rúnar Steingrímsson og Svanfríður Sigurðardóttir

Úrslitablað hér.