Íslandsmótið 2024

Staðan eftir 9 af 10 umferðum
Staðan eftir 9 af 10 umferðum
IceHunt stöðvaði sigurgöngu Garpa með 4-2 sigri. Grísir sigruðu Riddara 5 - 4 og Stuðmenn voru í stuði á móti Víkingum og sigruðu 10 - 1. Fyrir síðustu umferðina eru Garpar enn efstir en IceHunt getur náð þeim að stigum og sigrað mótið ef Garpar ná ekki að vinna eða gera jafntefli við Stuðmenn. Ef IceHunt vinnur sinn leik og Garpar tapa standa þau jöfn að stigum og þá telja umferðirnar. Garpar eru með þremur umferðum meira en IceHunt þannig að IceHunt þarf að vinna að minnsta kosti fjórar umferðir svo fremi að Garpar vinni ekki neina umferð þannig að þetta er ekki búið fyrr en það er búið..