Íslandsmótið 2024

Staðan í Íslandsmótinu eftir sex umferðir
Staðan í Íslandsmótinu eftir sex umferðir

Fyrsta umferð í seinni hluta Íslandsmótsins var leikin mánudagskvöldið 26. febrúar. Garpar héldu sigurgöngu sinni áfram með sigri á Riddurum, Víkingar sigruðu IceHunt og Grísir sigruðu Stuðmenn. Eftir leiki kvöldsins eru Garpar í vænlegri stöðu í mótinu með 12 stig og fjögura stiga forystu á IceHunt en IceHunt er enn í öðru sæti með 8 stig. Víkingar eru með 6 stig eins og Grísir en betri stöðu í umferðum.