Íslandsmót 2015 2. umferð

Leikir 2. umferðar í úrslitum Íslandsmótsins fóru þannig að Víkinga lögðu Kærleiksbirni 7 - 6 og Ice Hunt lögðu Garpa 9 - 4.  Ice Hunt eru þar með efstir en úrslitin eru hvergi nærri ráðin.  Enn eiga bæði Garpar og Víkingar möguleika á að hrifsa til sín titilinn en ef Garpar vinna sinn leik og Víkingar sinn er ljóst að Vítaskor mun ráða úrslitum um hvaða lið verður Íslandsmeistari.  Síðasta umferð verður leikin nú klukkan 20:30 og hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á SA TV á valmyndinni hér vinstra megin. Úrslit og stöðu má finna hér.