Ísinn er að verða klár og fyrstu æfingar hefjast á föstudag

Svellagerðin er hafin og gengur vel en stefnt er að því að listhlaupadeild geti hafið sínar æfingar á föstudagsmorgun. Æfingar fyirir Landsmótið sem haldið verður á Akureyri standa því yfir fram að Verslunarmannahelgi en strax að henni lokinni byrja æfingarbúðir hjá bæði Listhlaupadeild og Íshokkídeild.

Það eru spennandi tímar í vændum fyrir skautasiðkenndur þó enn sé "sumar". Fylgist með á síðunni en frekari frétta um upphaf tímabilsins og komandi vetrar má vænta um helgina þegar æfingar hefjast.