Íshokkíþing 2023 var haldið á Akureyri um helgina

Íshokkíþing 2023 var haldið um helgina í Pakkhúsinu á Akureyri. Alls voru mættir 19 þingfulltrúar frá aðildarfélögum ÍHÍ ásamt gestum. Dagskrá þingsins var samkvæmt lögum ÍHÍ og því nokkuð hefðbundin. Góðar umræður voru um laga- og reglugerðarbreytingar og önnur störf ÍHÍ síðustu árin. Ólöf Björk Sigurðardóttir fékk afhent gullmerki ÍSÍ fyrir sjálfboðaliðastörf í íþróttahreyfingunni en hún er nú að hefja sitt tuttugasta tímabil sem formaður íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar.
 
Ný stjórn var kosin en þar var Helgi Páll Þórisson kosin formaður og Guðlaug Þorsteinsdóttir, Bergur Jónsson, Hlmar Freyr Leifsson og Olgeir Olgeirsson kosin meðstjórnendur. Ingóflur Elíasson, Sigrún Agatha Árnadóttir og Arnar Þór Sveinsson kosin í varastjórn. Afar ánægulegt var að reglugerð um Heiðursmerkjanefnd og Heiðursstúku ÍHÍ var samþykkt og fyrsti meðlimir kynnti inn. En fyrstu meðlimir Heiðursstúku ÍHÍ eru þeir Magnús Einar Finnsson, Sveinn Kristdórsson og Jan Stolpe. Rétt fyrir þingslit bar nýendurkjörinn formaður ÍHÍ upp tillögu um kosningu Vidar Gardarssonar sem Heiðursformanns ÍHÍ sem samþykkt var af öllum viðstöddum þingfulltrúum.
 
 
 
 
 
 (tekið af facebook síðu Íshokkísambands Íslands)