Íshokkístjörnur framtíðarinnar

Hokkídeild SA hefur verið með byrjendanámskeið fyrir börn á aldrinum 3-6 ára síðustu daga en um 15 börn hafa tekið þátt í námskeiðinu. Sarah Smiley yfirþjálfari er margreynd með námskeið fyrir krakka á þessum aldri og hafa öll börnin skemmt sér vel og náð góðri færni. Það er björt framtíðin hjá þessum ungu krökkum sem eru að stíga sín fyrstu skref á skautum en framfarirnar hafa verið ótrúlegar og verður sérlega gaman að fylgjast með krílaflokknum í vetur.

Hérna eru nokkrar myndir frá námskeiðinu: