Íshokki vestan hafs og austan

Keppnistímabilinu hjá okkur er lokið og allir farnir að smyrja legurnar á línuskautunum. Svíar eru tvöfaldir meistarar árinu, unnu bæði á Ólympíuleikunum í Tóríno og um síðustu helgi einnig Heimsmeistarakeppnina, en hún fór fram í Ríga að þesu sinni.  

Þetta er í fyrsta sinn sem þjóð verður tvöfaldur meistari á með þessum hætti, og athyglisvert að vinningsliðið í Ríga var mikið breytt frá vinningsliðinu í Tórínó. Það sýnir breiddina í hokkíinu hjá frændum okkar í Svíþjóð. Á síðum NHL er ágætisumfjöllun um sænska liðið í greinaflokknum "Across the pond" (sjá http://www.nhl.com/features/pond/sweden052506.html ).

Vestan hafs er úrlsitakeppnin í fullum gangi ennþá. Fjögur lið eru ennþá að berjast. Edmonton og Anaheim á vestuströndinni og Buffalo og Carolina á austurströndinni. Sigurvegararnir leika svo um Stanley bikarinn. Oilers lið Edmonton hefur ekki komist svona langt í úrslitakepninni í mörg ár, en liðið vann fjóra titla með Gretzky innanborðs og svo einn til viðbótar eftir að hann var farinn til L.A. Kings en Messier, Kurri og fleiri snillingar voru ennþá með Oilers. Síðan hallaði undan fæti, liðið gat ekki keppt um dýra leikmenn við lið sem voru staðsett betur markaðslega séð. Nú hafa orðið breytingar, launaþak er á liðnunum, náðst hefur samstaða um að taka á brotum sem draga úr hraða leiksins (IIHFog NHL voru samstiga í því). Liðin sem eru í undanúrslitum var ekki spáð góðu gegni í upphafi keppninnar. Áhangendur "Oilers" eru himinlifandi yfir gengi síns liðs og er mikil stemming á leikjunum hjá þeim eins og sjá má á þessum myndbút

http://www.youtube.com/watch?v=meLpuF9UMvk