Innanfélagsmót 4/5 flokks kláraðist á fimmtudag

Innanfélagsmót 4. og 5. flokks kláraðist síðastliðin fimmtudag þegar úrslitaleikirnir voru leiknir. Appelsínugulir unnu rauða í bronsleiknum nokkuð sannfærandi með 6 mörkum gegn engu. Úrslitaleikur grænna og svartra var æsispennandi og lauk með sigri grænna 5-4 en úrslitamarkið kom á síðustu mínútu leiksins. Í lok mótsins voru bestu leikmenn haustmótaraðarinnar heiðraðir.

Besti markmaður: Sigurgeir

Besti Varnarmaður: Amanda

Besti Sóknarmaður: Alex Máni

Besti leikmaður græna liðsins: Óli Baddi

Besti leikmaður appelsínugula liðsins: Rúnar

Besti leikmaður svarta liðsins: Hilma

Besti leikmaður rauða liðsins: Stefán Darri

Markahæstu leikmenn hausmótaraðarinnar:

Alex Máni 10 mörk

Birkir 7 mörk

Hilma 6 mörk

Óli Baddi 6 mörk

Sigurgeir 5 mörk

Ormur 5 mörk

Uni 5 mörk

Eftir áramót verður skipt í ný lið en liðin og dagskrá verða kynnt síðar.