Iðkendur á leið í æfingabúðir ÍSS í júní

Núna á mánudaginn byrjar loksins fyrsta vika æfingabúða ÍSS. Inn á síðu skautasambandsins er að finna allar upplýsingar varðandi 1. viku búðanna, dagskrá, hópaskiptingu og aðrar upplýsingar. Hinar vikurnar koma svo koll af kolli inn á heimasíðuna og viljum við biðja fólk um að fylgjast vel með þeirri síðu. Helga Margrét þjálfari sendi tölvupóst með tékklista og smá upplýsingum á alla sem taka þátt, ef einhver kannast ekki við að hafa fengið póstinn þá vinsamlegast sendið póst um það á helgamargretclarke@gmail.com, það er mikilvægt að allir lesi þetta bréf vel yfir. Sjáumst í Reykjavík, kv. Helga Margrét :)