28 lið munu keppa á Icecup 2024

Dagskrá Icecup 2024
Dagskrá Icecup 2024

Mikill áhugi er hjá erlendum liðum að koma og spila á Icecup 2024. Í fyrstu var ákveðið að hafa hámark 24 lið á mótinu en vegna mikils áhuga þá var ákveðið að fjölga liðum í 28. Þrátt fyrir það eru nokkur lið á biðlista sem vilja koma. Nú þegar er langur biðlisti liða sem vilja koma á mótið árið 2025.