Ice Hunt eru Bikarmeistarar Magga Finns 2015.

Bikarmeistara Magga Finns 2015 – Ice Hunt Kristján
Bikarmeistara Magga Finns 2015 – Ice Hunt Kristján

Það er skemmst frá því að segja að í leikjum kvöldsins báru SMÓK sigurorð af Görpum og Ice Hunt lagði Víkinga. Fréttaritari Krullufrétta var ekki á staðnum þannig að skor er eitthvað á reiki og þeir sem hafa nánari upplýsingar um leiki kvöldsins eru beðnir um að koma þeim til ritarans. En alla vega fór það svo að Garpar, Ice Hunt og SMÓK urðu öll jöfn að stigum og með innbyrðisviðureignir í kross.  Því voru það Ice Hunt sem stóðu best að vígi í vítaskori og urðu þar með Bikarmeistarar.  Nánari upplýsingar verða veittar þegar og ef þær berast.