Ice Hunt eru Akureyrarmeistarar 2014

Kátir veiðimenn, gömul mynd en þeir eru enn glaðir
Kátir veiðimenn, gömul mynd en þeir eru enn glaðir

Síðasta umferð Akureyrarmótsins fór fram á mánudagskvöld með leikjum Ice Hunt og Dollý, annars vegar og Víkinga og Stelpnanna hins vegar.  Ljóst var að um hreinan úrslita leik var að ræða milli Ice Hunt og Dollý en öll lið áttu möguleika á silfri eða bronsi. 

Ice Hunt hreppti gullið með 5-3 sigri á Dollý í nokkuð jöfnum leik meðan Víkingar burstuðu Stelpurnar 10-3.  Vikingar, Garpar og Dollý enduðu öll með 2 stig en skv. reglunni um innbyrðisviðureignir fór það þannig að Garpar fengu silfrið og Dollý fékk bronsið.