Ice Cup: Keppni hefst kl. 9 í dag


Ellefta Ice Cup krullumótið var sett á opnunarhófi í gærkvöldi, en keppni hefst kl. 9 í dag. Metþátttaka er í mótinu, alls taka 20 lið þátt og hafa aldrei jafnmargir erlendir keppendur verið skráðir til leiks og nú.

Krullumenn hafa unnið hörðum höndum undanfarna daga og voru fram á nótt að gera svellið klárt fyrir keppni dagsins. 

Bein útsending verður með tveimur myndavélum alla helgina. Þeim hefur verið stillt upp þannig að vel sést á báða enda brautanna og hægt að fylgjast þannig með gangi leikjanna. 

Krulludeildin vill við þetta tækifæri þakka þeim sem unnið hafa undanfarna daga við að gera svellið klárt og þakkar Reyni Sigurðssyni sérstaklega fyrir aðstoð við uppsetningu og tæknimál varðandi beinar netútsendingar. Í útsendingunni er braut 1 lengst til hægri í mynd frá áhorfandanum séð og svo koll af kolli.

Fyrsta umferð:

kl. 9.00
Braut 1: Ice Hunt - Vancouver Island Marmot
Braut 2: Garpar - Belfast Maine CC
Braut 3: Skytturnar - Friendship 2012
Braut 4: Freyjur - Icebreakers Metrostav CR 

Kl. 11.15
Braut 1: Mánahlíðarhyskið - Neva Deaf
Braut 2: Üllevål - Skrælingjar
Braut 3: Beauties and the Beast - Philadelphia Fliers
Braut 4: Víkingar - Sofuolis

Kl. 13.30
Braut 1: Mammútar - Game of Stones
Braut 2: Ice & Cheese - Adamant Deaf 
Kl. 13.30 verða einnig tveir leikir milli sigurliða úr leikjunum kl. 9. 

Leikjadagskrá, úrslit, lið og leikmenn (excel-skjal)