Ice Cup - helstu upplýsingar


Helstu upplýsingar um Ice Cup, tímasetningar, reglur mótsins og þátttökuliðin. Krullufólk er beðið um að kynna sér þessar upplýsingar vel svo ekki þurfi að koma til misskilnings. Lítið einnig yfir leikmannalista ykkar liðs og látið vita ef þar er ekki allt eins og það á að vera.

Reglur mótsins verða mjög svipaðar og í fyrra, nema hvað núna eru liðin 16, en voru 14 í fyrra. Þegar kemur að skiptingu í A- og B-deild eftir þriðja leik verða því átta lið í hvorri deild. Við ætlum að spila 7 umferða leiki eins og í fyrra, köstum upp á hvor hefur val um síðasta stein og byrjum leikinn strax án æfingasteina. Spilað er eftir Schenkel-kerfinu þannig að lið spila hverju sinni við það lið sem næst er því í röðinni eftir því sem hægt er. Röðun liða er út frá stigum (2 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli), síðan unnum umferðum og þá skoruðum steinum.

Nánari reglur er að finna í excel-skjalinu, en þar er einnig listi yfir öll liðin (sextánda liðið sem sett var saman hefur vinnuheitið "The Others", en það nafn gæti breyst) og svo leikjadagskrá og úrslit þegar þar að kemur. Við vekjum athygli á breyttum tímasetningum, ætlum að sofa aðeins lengur á morgnana en við höfum gert.

Helstu tímasetningar:
Miðvikudagur 1. maí kl. 20.30: Opnunarhóf á Vitanum við Oddeyrarbryggju. Hefðbundið. Dregið til fyrstu umferðar. Ef lið lenda í vandræðum með að fullmanna sig í fyrsta leik verður hægt að taka tillit til þess og raða leikjum á fimmtudeginum út frá því, en aðeins í neyð, ekki bara af því að einhvern langar ekki til að spila á tilteknum tíma.
Fimmtudagur 2. maí – leikir kl. 18.00 og 20.30.
Föstudagur 3. maí – leikir kl. 10.00, 12.30, 15.30 og 18.00.
Föstudagur 3. maí – grill og þjóðleg smökkun – nánari tímasetningar tilkynntar á föstudag.
Laugardagur 4. maí – leikir kl. 9.00 og 11.30.
Laugardagur 4. maí – úrslitaleikir kl. 14.30.
Laugardagur 4. maí – lokahóf á efri hæð Greifans kl. 20.30, húsið væntanlega opnað klukkustund fyrr.

Munið að greiða þátttökugjaldið
Þátttökugjald er 26.000 krónur á lið, en viðbótarmiðar á lokahófið kosta 4.000 krónur. Einfaldast er ef lið geta klárað það mál í einu lagi (einn millifærir og fær pening hjá liðsfélögunum), með millifærslu á reikning Krulludeildar: 0302-13-306209, kt. 620911-1000. Setjið liðsnafn í skýringu og sendið staðfestingu á davidvals@simnet.is.

Skráning á lokahófið
Innifalið í þátttökugjaldinu er miði á lokahófið fyrir fjóra. Til að auðvelda skipulagningu og létta undir með kokkunum á Greifanum þurfa allir að skrá sig í sjoppunni í höllinni í síðasta lagi á hádegi á föstudag – nóg að vita fjölda gesta (leikmenn og makar) frá hverju liði.