Ice Cup: Dagskrá og leikjafyrirkomulag


Nú er undirbúningur fyrir Ice Cup í hámarki. Vinna heldur áfram við svellið fram eftir miðvikudegi, en dagskrá, viðburðir og leikjafyrirkomulag er nokkuð klárt.

Opnunarhóf verður í Vitanum við Oddeyrarbryggju miðvikudagskvöldið 30. apríl og hefst kl. 21. Þar verður dregið í riðla og hvaða lið mætast í fyrstu umferðinni á fimmtudag.

Keppni hefst kl. 9 á fimmtudagsmorguninn og verður spilað fram á kvöld. Um kl. 21 ætlum við svo að heimsækja Kidda í skúrinn hans þar sem verður hefðbundin dagskrá.

Farið verður á Kaldbak á föstudagsmorguninn, mæting í Skautahöll kl. 8.30. Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferð (var í gangi í liðinni viku, en hugsanlega hægt að bæta við fleirum). 

Á föstudag hefst keppni kl. 15 og síðan verður pylsupartí um kvöldmatarleytið - ekki alveg komið á hreint með tímasetninguna.

Á laugardag hefjast fyrstu leikir kl. 8 um morguninn, en úrslitaleikir hefjast kl. 14.45 á laugardag.

Lokahóf verður á 2. hæð Greifans á laugardagskvöld. Húsið verður opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 20. 

Þátttökugjald er 26.000 krónur á lið. Greiða þarf þátttökugjaldið á fimmtudag í síðasta lagi. Innifalið í þátttökugjaldinu eru fjórir miðar á lokahófið, en viðbótarmiðar fyrir fimmta mann og/eða maka kosta 4.000 krónur. Skráningu í lokahófið lýkur á fimmtudag.

Leikjadagskrá, reglur, lið og leikmenn (excel-skjal)
Reglur (pdf)
Lið og leikmenn (pdf)

Bein vefútsending verður í gegnum SA TV á heimasíðu félagsins og U-stream. Krulludeildinn vill koma á framfæri sérstökum þökkum til Reynis Sigurðssonar fyrir hans þátt í undirbúningi, uppsetningu og tæknivinnu í tengslum við þessa útsendingu.