Ice Cup að hefjast

Mótið verður sett á miðvikudagskvöldið kl. 20:30 í íþróttahöllinni. Dregið verður í riðla og liðin kynnt. Reiknað er með að liðin verði alls 22 að þessu sinni. Leikið verður allan fimmtudaginn frá klukkan 9:00 og síðasti leikur er klukkan 20:15 um kvöldið.  Föstudagurinn verður heldur styttri þar sem áætlað er að fara í heimsókn í verbúðina til Kidda og Jóhönnu eins og venjulega. Síðasti leikur á föstudaginn er kl: 15:45. Á laugardaginn verða úrslitaleikirnir um klukkan 14:30.  Ef einhverjir sem eru ekki munstraðir í lið en langar að spila þá geta þeir haft samband í síma 840 0887 (Hallgrímur)