Ice Cup 2010

Ákveðið hefur verið að halda Ice Cup dagana 29. apríl til 1. maí 2010.

Mótið verður með hefðbundnu sniði en að líkindum örlítið styttra en við höfum átt að venjast undanfarin ár. Áætlað er að fyrstu leikir hefjist síðdegis á fimmtudegi, 29. apríl, og að mótinu ljúki eftir hádegi laugardaginn 1. maí með úrslitaleikjum. Öll lið leika að lágmarki fjóra leiki á mótinu en efstu lið leika að auki úrslitaleik um sæti. Þátttökugjaldið er 25.000 krónur á hvert lið og er innifalið í því opnunarhóf og aðgangur fyrir fjóra liðsmenn á lokahóf sem verður í veislusal Greifans laugardagskvöldið 1. maí.

Á Facebook er hópur tileinkaður Ice Cup, og hópur tileinkaður opnum mótum þar sem settar eru inn dagsetningar og aðrar upplýsingar um ýmis mót sem haldin eru víða í Evrópu og Ameríku. Þar undir er Ice Cup sett upp sem "viðburður" þar sem fólk getur skráð sig inn og fylgst með öðrum sem hyggjast taka þátt. Rétt er þó að taka fram að skráning í þennan hóp eða þennan viðburð á Facebook telst ekki formleg skráning í mótið. 

Nú þegar hafa borist nokkrar fyrirspurnir að utan vegna Ice Cup 2010, frá Rússlandi, Bandaríkjunum, Finnlandi og Skotlandi.