Hokkítímabilið að hefjast, vika í fyrsta leik


Nú er aðeins vika í fyrsta leik á Íslandsmótinu í íshokkí 2013-2014, en Bjarnarmenn mæta til Akureyrar þriðjudaginn 3. september.

ÍHÍ hefur birt drög að mótaskrá vetrarins á vef sínum (sjá hér), en með fyrirvara um mögulegar breytingar. 

Fyrsti leikur á Íslandsmótinu í íshokkí á þessu tímabili fer fram í Skautahöllinni á Akureyri þriðjudagskvöldið 3. september kl. 19.40, en þá mætast Víkingar og Björninn, liðin sem áttust við í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn sl. vetur.

Nokkrar breytingar hafa orðið á leikmannahópi og þjálfarateymi SA og munum við fjalla um þau mál hér á heimasíðunni fyrir leikinn á þriðjudaginn.