Hokkíhelgi í Reykjavík


Tvö af hokkíliðunum okkar í meistaraflokki, Ásynjur og Víkingar, standa í ströngu syðra núna um helgina. Víkingar eiga leik í kvöld, en Ásynjur á laugardags- og sunnudagskvöld.

Víkingar standa nú í mikilli baráttu um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í meistaraflokki karla. Þar má lítið sem ekkert út af bregða. Víkingar leika í kvöld, föstudagskvöld, gegn SR í Laugardalnum og hefst leikurinn kl. 20. Engum blöðum er um það að fletta að kominn er tími á sigur gegn SR á þessu keppnistímabili - liðin hafa leikið tvo leiki í vetur og höfðu SR-ingar betur í báðum. Mál er að linni!

Bein textalýsing á mbl.is.

Staðan í mfl. karla.

Ásynjur eru enn með fullt hús stiga í meistaraflokki kvenna. Þær ætla að sjálfsögðu að reyna að halda því. Þær eiga tvo leiki fyrir sunnan núna um helgina, fyrst gegn Birninum á laugardagskvöld kl. 19.30 og síðan gegn SR á sunnudagskvöld kl. 20.15.

Búast má við jöfnum og spennandi leik Ásynja og Bjarnarins, en síðast höfðu stelpurnar okkar sigur, 2-1.

Staðan í mfl. kvenna.

Vonandi verða lifandi fréttir af gangi mála í þessum leikjum á heimasíðu ÍHÍ og/eða gestgjafanna syðra - en við reynum síðan einnig að flytja fréttir af leikjunum hér á okkar heimasíðu.