Hokkídagurinn - allir velkomnir

Mynd: Ásgrímur Ágústsson
Mynd: Ásgrímur Ágústsson


Laugardaginn 31. ágúst býður Hokkídeildin alla velkomna að koma á svellið og prófa íshokkí á stóra hokkídeginum.

Þjálfarar og leikmenn frá hokkídeildinni verða á svellinu og aðstoða þau sem vilja prófa. Skautar, hjálmar, kylfur og hanskar verða til staðar fyrir alla sem vilja koma og prófa.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir krakka sem langar til að kynnast þessari hröðu og skemmtilegu íþrótt. Í framhaldi af hokkídeginum er svo hægt að mæta á byrjendaæfingar hjá hokkídeildinni.