Heimsreisa á skautum - vorsýning Listhlaupadeildar

 

Vorsýningin er að þessu sinni eins konar heimsreisa á skautum - Trip around the World - þar sem iðkendur á öllum aldri og úr öllum flokkum innan Listhlaupadeildar SA sýna listir sínar við tónlist frá hinum ýmsu löndum heimsins.

Ástæða er til að hvetja áhugafólk um skautaíþróttir til að mæta í Skautahöllina og njóta þessarar skemmtilegu sýningar sem iðkendur úr LSA hafa æft stíft fyrir undanfarnar vikur. Við hvetjum fólk jafnframt til að bjóða sem flestum á þennan viðburð - en það er meðal annars hægt í gegnum Facebook - hér.

Aðgangur: 1.000 krónur, posi á staðnum. Frítt fyrir 12 ára og yngri og ellilífeyrisþega.