Haustmótið 2016

Sl. mánudag var fyrsti leikdagur Haustmótsins 2016.  Mótið fer þannig fram að dregið er í lið og leiknir 6 endar.  Stig reiknast á hvern leikmann þannig að 2 stig fást fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli. Eitt stig fæst fyrir hvern unnin enda og loks stig fyrir hvern skoraðan stein.  Eftir fyrsta leik er staðan svona:

Árni Grétar, bötti og Hallgrímur            14 stig

Kalli, Óli Hreins og Rannveig                 10 stig

Jón Rögnvalds, Kiddi Þorkels og Svana    8 stig

Fúsi, Gísli og Rúnar                                2 stig

 Mánudaginn 17. okt verður 2. leikdagur.  Allir velkomnir, hvort sem þeir hafa mætt á fyrsta leikdag eða ekki.  Mæting kl. 18:45.

Einnig eru allir velkomnir á opna æfingu sem hefst kl. 17:30.