Haustmót ÍSS

Junior
Junior

Síðast liðina helgi fór fram Haustmót ÍSS sem er jafn framt fyrsta mót vetrarins, mótið var haldið í Skautahöllinni í Reykjavík. Átti LSA sjö keppendur að þessu sinni, enda var þetta  heldur fá mennt mót en tóku um 30 stúlkur þátt frá öllum félögunum.

 

Mótið hófst föstudaginn 6. september með opnum æfingum fyrir alla keppendur sem kepptum á laugardeginum.

Chicks

Keppni hófst svo  kl 8:30 laugardagsmorguninn með keppni í hópi Chicks þar sem við áttum einn keppanda hana Athenu Lindeberg Maríudóttur stóð hún sig vel á sínu öðru móti, aðeins eru veittar viðurkenningar í þessum flokki.

Basic Novice

Því næst hófu stúlkur í hópi Cubs keppni, strax að þeim flokki loknum stigu stúlkur í Basic Novice hópi inn á svellið þar sem Berglind Inga Benediktsdóttir keppti í fyrsta sinn í þessum flokki og rúllaði honum upp og hafnaði í 1. sæti með 26.12 stig. Þar á eftir hófu Intermediate Novice keppni þar sem Telma Marý Arinbjarnardóttir steig á svellið hafnaði hún í 4. sæti.

Eftir hlé hófst keppni í ISU flokkum, fyrst var það Advanced Novice stúlkurnar sem kepptu með skylduæfingum, stutt prógram. Fulltrúar LSA voru þær Júlía Rós Viðarsdóttir og Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, eftir glæsilegan árangur sat Júlía Rós í 1. sæti með 30.10 stig og Freydís í 2. sæti með 25.31. Því næst voru það Junior Ladies sem héldu áhorfendum við efnið þar sem aðeins innan við 2 stig skildu að 1.-3. sætis, Aldís Kara Bergsdóttir hafnaði í 1. sæti með 34.09 stig og fast á hæla hennar í 2.sæti kom Marta María Jóhannsdóttir með 33.72 stig. Þar með lauk keppni fyrri daginn.

Novice

Sunnudaginn 8. september voru það Advanced Novice stúlkurnar sem hófu keppni í frjálsu prógrami. Júlía Rós hélt sér í 1. sætinu eftir daginn með 54.16 stig og með samanlögði stig 84.26. Keppni var æsi spennandi hjá næstu 3 stúlkum en Freydís hafnaði í 4. sæti með 41.37, en dugði það til að halda Freydísi í 2. sæti með samanlögð stig 66.68. Þær Freydís og Júlía settu báðar persónuleg stigamet um helgina.

Junior

Því næst voru það Junior Ladies stúlkurnar, þar hélt Aldís Kara Bergsdóttir 1. sætinu með 82.00 stig og er það jafn framt hennar persónulega stiga met ásamt Íslandsmet í frjálsu prógrami, bætti hún það um ein 10 stig. Samanlagt var Aldís með 116.09 stig á nýju heildarstigarmeti bæði persónulega og nýtt Íslandsmet en fyrra metið átti hún sjálf frá því síðast liðið vor. Marta María stóð sig einnig alveg gríðarlega vel og hélt sínu sæti með 69.32 stig og saman lagt 103.04.

Til gamans má geta að þær stöllur Aldís og Marta hafa haldið sér yfir svo kallaða 100 stigamúrinn í langan tíma og eru íþróttinni til mikillar sóma og góðar fyrirmyndir fyrir yngri skautara. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með öllum okkar skauturum á komandi tímabili.

Viljum við óska öllum keppendum, þjálfara og ekki sýst foreldrum innilega til hamingju með glæsilegan árangur um helgina og segjum bara að lokum ÁFRAM SA!