Hann á afmæli í dag!

Sasport hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að

Héddi (Héðinn Björnsson) er fertugur í dag. Innilegar hamingjuóskir frá okkur öllum sem tengjast SA og sasport í nútíð og þátíð. Þetta þýðir, sem kemur kanski ekki á óvart, að Héddi er sporðdreki. Í stjörnuspá dagsins segir eftirfarandi (fengið frá mbl.is):

" Að vera á öndverðum meiði eykur spennuna í sambandinu, ekki síst rómantísku sambandi. Enda er ekkert gaman að vera alltaf sammála. Bældar tilfinningar gjósa upp í kvöld."

Aðrir frægir einstaklingar sem deila afmælisdegi með Héðni eru íslandsvinurinn Simon LeBon söngvari Duran Duran, Flosi Ólafsson lífskúnstner og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur.

Enn og aftur til hamingju með daginn Héddi!