Hafþór Andri tekinn við sem yfirþjálfari yngri flokka

Hafþór Andri Sigrúnarson hefur tekið við stöðu yfirþjálfara hjá yngri flokkum íshokkídeildarinnar. Hafþór hefur verið verið yfirþjálfari á ísnum í haust en tekur nú einnig yfir öllu skipulagi líkt og hann gerði á vorönn 2017. Hafþór er ráðin út tímabilið en Sarah Smiley er farin í barneignafrí. Öllum fyrirspurnum skal því héðan í frá beina til Haffa í gegnum facebook eða með tölvupósti á haffisigrunar@gmail.com