Gimlimótið

Síðasta umferð Gimlimótsins verður leikin í kvöld. Víkingar leika við Garpa á braut 2 og Stuðmenn við Icehunt á braut 4.  Að loknum þessum leikjum spila svo 2 efstu liðin um úrslita leik en hin tvö leika um 3ja sætið.

Staðan er þannig að Garpar eru efstir með 4 stig, 5 enda og 8 steina, Víkingar eru næstiir með 2 stig, 3 enda og 3 steina. Icehunt er með 2 stig, 2 enda og 3 steina. Loks eru Stuðmenn með o stig, 2 enda og 3 steina.

Reglur eru þannig að jafntefli eru leyfð og fæst eitt stig fyrir þau. Talning er þannig að fyrst telja stig, svo endar og loks steinar. Ef lið eru jöfn eftir þetta gildir innbyrðisviðureign.