Gimli/Íslandsmótið 2024

Úrslit Gimli mótsins og staðan þegar Íslandsmótið er hálfnað
Úrslit Gimli mótsins og staðan þegar Íslandsmótið er hálfnað

 Síðasta umferðin í Gimlimótinu var leikin mánudagskvöldið 19. febrúar. Garpar sigruðu Stuðmenn og þar með unnu þeir alla leikina sína og enda með 10 stig og vinna því Gimli bikarinn 2024. Ice Hunt vann einnig sinn leik á móti Riddurum og enda í öðru sæti með 8 stig en þeir unnu alla leiki sína nema viðureignina við Garpa. Grísir unnu síðan Víkinga. Næsta mánudag heldur Íslandsmótið áfram en það er hálfnað þar sem Gimlimótið gildir sem fyrri umferð Íslandsmótsins.