Garpar Íslandsmeistarar í krullu 2013

Garpar - mynd: Sigurgeir Haraldsson
Garpar - mynd: Sigurgeir Haraldsson


Garpar eru Íslandsmeistarar í krullu 2013 eftir sigur á Skyttunum í úrslitaleik. Mammútar unnu bronsið.

Garpar höfðu yfirhöndina frá byrjun í úrslitaleiknum gegn Skyttunum í kvöld og fór svo að eftir sjö umferðir var staðan orðin 9-0 og sigurinn í höfn. Þetta er í annað skipti sem Garpar verða Íslandsmeistarar, en liðið sigraði einnig 2011. Úrslitin: Garpar - Skytturnar 9-0.

Í liði Garpa eru þeir Hallgrímur Valsson, fyrirliði, Árni Grétar Árnason, Gunnar H. Jóhannesson, Kristján Bjarnason og Ólafur Hreinsson.

Í leiknum um bronsið skoruðu Ís-lendingar fyrsta stigið, en eftir það höfðu Mammútar yfirhöndina fram yfir miðjan leik og komust í 5-1. Eftir það byrjuðu Ís-lendingar að saxa á forskotið og áttu góðan möguleika á að sigra með lokasteini lokaumferðarinnar, en náðu ekki að nýta sér það. Úrslitin: Mammútar - Ís-lendingar 7-4.

Myndir frá verðlaunaafhendingunni eru hér.

Öll úrslit (excel-skjal)