Garpar eru Bikarmeistara 2014

Síðustu umferð bikarmóts Magga Finns lauk sl. mánudagskvöld. Það er skemmst frá því að segja að Garpar eru Bikarmeistara 2014.  Garpar sigruðu Dollý í lokaumferðinni, 8 – 4. Í hinum leik kvöldsins sigruðu Víkingar, Ice Hunt, 6 – 1.  Upplýsingar um úrslit og stöðu eru hér.

Krulludeildin er nú farin í jólafrí en skorara á alla, vana og óvana að mæta á Áramótamótið þann 29. desember kl. 19:00.  Endilega látið vita hvort þið ætlið að mæta, annaðhvort á Facebook-siðu krulludeildar eða með því að hafa samband við nefndarmenn krulludeildarinnar.