Fyrsti heimaleikur SA Víkinga í úrslitakeppninni í kvöld

Úr leik liðanna fyrr í vetur (mynd: Elvar)
Úr leik liðanna fyrr í vetur (mynd: Elvar)

SA Víkingar taka á móti SR í kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Staðan í einvíginu er 1-1 en SA Víkingar unnu fyrri leikinn í Laugardal 4-0 en töpuðu þeim seinni 4-5.