Fyrsta æfing meistaraflokks

Nú er kominn ís í Skautahöllina, svo er listhlaupurum fyrir að þakka, og í gærkvöldi var hóað saman í fyrstu æfinguna hjá Meistaraflokki SA.  Menn voru merkilega léttir á sér og tóku klukkutíma sprikl á eitt mark innan við bláu.  Það verður að segjast að þetta upphaf tímabils hefjist í fyrra fallinu en reyndar verður væntanlega ekki um reglubundnar æfingar að ræða fyrr enn um miðjan ágúst.