Fyrri keppnisdegi á haustmóti ÍSS lokið.

Haustmót fyrri dagur
Haustmót fyrri dagur

Eftir stutta en snarpa æfingatörn síðustu vikuna er fyrsta ÍSS mót vetrarins runnið upp. 13 SA stúlkur eru mættar til leiks í Laugardalnum. Margar með ný prógrömm, sumar með nýja kjóla en allar fullar eftirvæntingar að hefja nýtt keppnistímabil.

Stelpurnar okkar þrjár í 10 B riðu á vaðið eldsnemma í morgun.

Katrín Sól varð í 1 sæti með 21.33 stig

Eva María varð í 3 sæti með 19.17 stig og

Kristbjörg Eva varð í 5 sæti með 18.26 stig.

Katrín og Kristbjörg eru að keppa á sínu fyrsta móti í 10 B.

Næst var röðin komin að keppni í 12 B. Þar áttum við einn keppanda, hana Kolfinnu Ýr. Hún hafnaði í 3. sæti með 21.67 stig á sínu fyrsta móti í 12 B

 

Að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir 8, 10 og 12 B var röðin komin að keppni í Stúlknaflokki A. Þar eigum við 4 keppendur að þessu sinni. Þær luku við stutta prógrammið í dag og fyrir frjálsa prógrammið standa leikar svona

Marta María stendur efst með 14.27 stig í tæknieinkunn og 27.07 stig samanlagt

Aldís Kara er önnur með 13.93 stig í tæknieinkunn og 26.67 stig samanlagt

Ásdís Arna Fen er þriðja með 14.30 í tæknieinkunn og 25.16 stig samanlagt og

Rebekka Rós er sjötta með 10.93 í tæknieinkunn og 21.53 stig samanlagt. Rebekka er að keppa á sínu fyrsta móti í stúlknaflokki.

 

Þá var röðin komin að unglingaflokki A. Þar eigum við tvo keppendur þær Emilíu og Guggu.

Emilía Rós stendur efst eftir stutta prógrammið með 18.71 stig í tæknieinkunn og 35.07 samanlagt og

Elísabet Ingibjörg (Gugga) er sjötta með 9.98 stig í tæknieinkunn og 22.80 samanlagt.

 

Síðust á ísinn í dag var Eva Björg í unglingaflokki B. Hún er á sínu fyrsta móti í unglingaflokki og hafnaði í 2 sæti með 29. Stig.

 

Keppni heldur svo áfram á morgun með keppni í 8, 10 og 12 A og frjálsu prógrammi hjá stúlknaflokki A og unglingaflokki A.