Fundur hjá mfl karla þriðjudag kl. 18:00

Á morgun, þriðjudaginn kl. 18:00 hefur Josh boðað til fundar í Skautahöllinni.  Þangað eiga allir meistaraflokksmenn að mæta, bæði Jötnar og Víkingar.  Fundarefnið verður sumaræfingar og undirbúningur næsta tímabils.  Við ætlum einnig að nota tækifærið og hreinsa út úr meistaraflokksklefanum og búningageymslunni.  Grípið því hokkítöskurnar ykkar með og takið gallanna ykkar heim - annars endar gírinn á nýjum íslokasið sem verður vegleg sokka, bróka og handklæðabrenna en það yrði á við veglega áramótabrennu.