Frostmótið um helgina (dagskrá mótsins)

Frá Frostmótinu í fyrra (mynd: Ási)
Frá Frostmótinu í fyrra (mynd: Ási)

Frostmótið sem er íshokkímót yngstu iðkenndanna verður haldið hjá okkur í Skautahöllinni um helgina. Um 160 börn eru skráð til leiks og verður leikið á laugardag og sunnudag frá kl. 7.45. Dagskrá mótsins má finna hér. Leikið er í 4 flokkum, 5. 6. og 7. flokki ásamt krílaflokki.   Við hvetjum alla sem hafa gaman af íshokkí til að mæta í stúkuna og sjá öll glæsilegu börninn okkar að leik.