Frá stjórn hokkídeildar SA

Stjórn hokkídeildar SA vill þakka Sollu fyrir þá drengilegu framkomu að gangast við mistökum sínum. Öll gerum við mistök, það er partur af  því að takast á við hina ýmsu hluti og er bara eðlilegt, en það þarf sannanlega bæði hugrekki og heiðarleika til að kannast við mistök sín og draga af þeim lærdóm og með þessu sýnir Solla að hún er vissulega sú fyrirmynd sem hún vill vera.