Forvarnardagur

TAKTU ÞÁTT - hvert ár skiptir máli
 
Í dag 28. september er haldið upp á Forvarnardag í öllum grunnskólum landsins. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf og bíða með að hefja áfengisneyslu eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna.
 
Mikil dagskrá hefur verið kringum verkefnið og má helst að nefna - auk dagsins í dag í skólunum - Kastljósið í kvöld sem verður helgað málefninu sem og opið hús hjá íþrótta- og æskulýðshreyfingum á laugardaginn 30.september.  
Hvetjum við því alla 9. bekkinga að mæta í skautahöllina á laugardaginn og kynna sér starfsemi Skautafélagsins auk þess að skella sér ókeypis á skauta!!
 
Einnig viljum við benda á heimasíðu verkefnisins á www.forvarnardagur.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið og forvarnir almennt.