Formannsskipti í íshokkídeild

Elísabet Inga Ásgrímsdóttir (til vinstri) nýr formaður íshokkídeildar og Ólöf Björk Sigurðardóttir (…
Elísabet Inga Ásgrímsdóttir (til vinstri) nýr formaður íshokkídeildar og Ólöf Björk Sigurðardóttir (til hægri) fráfarandi formaður.

Mikil tímamót eiga sér nú hjá íshokkídeild SA þar sem að formannsskipti eru að eiga sér stað. Ólöf Björk Sigurðardóttir eða Ollý eins og við þekkjum hana hefur látið af störfum sem formaður íshokkídeildarinnar eftir 20 ár sem formaður hennar. Við keflinu tekur Elísabet Inga Ásgrímsdóttir eða Beta eins og hún er jafnan kölluð.

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar í íshokkdeildinni í 20 ára formennskutíð Ollýar en á þessum árum hefur deildin þróast, stækkað og verið einstaklega sigursæl. Hlutfall kvenna hefur vaxið mikið á þessum árum og er í dag yfir 40% iðkenda íshokkídeildarinnar. Heildariðkenndafjöldi hefur aldrei verið meiri en í dag en hún telur nú 300 iðkenndur þar af 240 yngri en 18 ára. Íshokkídeildin SA hefur líklega verið sigursælasta íþróttadeild landsins á þessum árum.

En betri arftaka að góðu búi er vandfundinn. Skautafélagið er Betu í blóð borið komandi úr mikilli skautafjölskyldu en Beta er afabarn Ágústar Ásgrímssonar eins stofnenda Skautafélags Akureyrar. Beta er öllum koppum kunnug í íshokkídeildinni enda búin að taka að sér hin ýmsu hlutverk í félaginu allt frá skautakennslu í grasrótinni að stjórnarstörfum og allt þar á milli.

Íshokkídeildin er því áfram í góðum höndum og um leið og við þökkum Ollý óendanlega fyrir allt sem hún hefur gert fyrir íshokkídeildina þá óskum Betu og nýju stjórninni hennar farsældar í sínum störfum fyrir félagið.