Fjórir frá SA í U-18 landsliðinu


Vilhelm Már Bjarnason, þjálfari U-18 landsliðs karla í íshokkí, hefur valið landsliðshópinn fyrir þátttöku í HM. Fjórir SA-menn eru í liðinu.

Í byrjun mars heldur U-18 ára landslið karla til Serbíu þar sem liðið tekur þátt í Heimsmeistaramóti. Fjórir leikmenn úr SA hafa verið valdir í hópinn: Andri Már Ólafsson, Hafþór Andri Sigrúnarson, Ingþór Árnason og Sigurður Reynisson.

Sjá má landsliðshópinn í frétt á vef ÍHÍ.