Fjör í fyrsta krullutíma tímabilsins

Framhaldsskólinn á Húsavík í heimsókn í fyrsta krullutímanum.  Mikið fjör var á svellinu í fyrsta krullutímanum á mánudagskvöld. Rúmlega 50 krakkar frá Framhaldsskólanum á Húsavík heimsóttu okkur og spiluðu krullu. Var ekki annað að sjá en þau skemmtu sér ljómandi vel. Flottir krakkar og alveg til fyrirmyndar.  Skoða myndir